Russkiy toy is a small dog with big heart gentle friend and true companion!

Rússneskur Toy Terrier er ný tegund á Íslandi. Fyrsta gotið af þessari tegund á Íslandi var árið 2015. Þetta voru 4 sætar stelpur. Masja (Aiming High Anastasia) okkar er ein af þeim.  Okkar áhersla er á að halda okkar hundum litlum - 2 kg-2,5 kg.  Nú erum við búin að kaupa litinn sætan rakka frá Noregi hann Macho (Maritalia Amazing Star Orion). Hann kom til landsins 20.febrúar 2017. Okkur hlakkar mikið til að fá hann til okkar og sjá hvernig honum og Masju mun linda saman.

í ágúst 2017 kom til Íslands Stjarna ( Zolotaya Zvezdochka iz Rossii Matushki)

Svo.. í desember 2017 kom Kosmos 

Russian Toy eru smáhundar sem eru upprunalega frá Rússlandi. Þeir vega um 1,5 til 3 kg en eru hörkuduglegir þrátt fyrir að vera smáir. Þeir elska að fara í göngutúra og hreyfa sig jafnt sem hvíla sig með eigendum sínum. Þeir eru auðveldir í þjálfun og fara lítið úr hárum. Til eru tvær týpur af Russian Toy, snöggir og síðhærðir. Áður fyrr voru þessir hundar sitthvor tegundin en snöggir voru þekktir sem Russian Toy Terrier og síðhærðir sem Moscow Long-Haired Terrier. Tegundirnar voru sameinaðar undir sama nafn árið 1988 og hætt var notkun orðsins “terrier” þegar tegundin var samþykkt inná lista FCI árið 2006. Tegundin hefur tvisvar sinnum verið í útrýmingarhættu, fyrst í kringum 1920 og aftur í kringum 1990. 
Snögghærða týpan er eldri en síðhærðu hundarnir birtust fyrst í kringum 1958. Þangað til árið 1990 var tegundin svo gott sem óþekkt utan Rússlands. Tegundin var upprunarlega ræktuð í rottuveiðar og sem varðhundur. 
Tegundin fékk fullgildingu hjá FCI núna í nóv 2017 

Kosmos

Masja (Aiming High Anastasia) 2016

Masja 28.nóvember 2016- 1ár

Macho (Maritalia Amazing Star Orion) 5.m.- 2016

Macho 1 árs afmælisbarn

Stjarna ( Zolotaya Zvezdochka iz Rossii Matushki) Hún kom til okkur frá Rússlandi

Masja 2 ára

Masja 1 árs